miðvikudagur, desember 14, 2005

Ég verslaði alltaf í stórmörkuðunum af því ég hélt að það væri svo ódýrt...

Hvers vegna var Griffill hæstur í verðkönnun ASÍ?
Vegna þess að þeir bjóða 3 fyrir 2 af ÖLLUM bókum.
Það þýðir að þrjár bækur sem kosta 5.000 krónur hver, kosta ekki 15. þúsund heldur 10. þúsund. Venjuleg verðkönnun tekur ekki tillit til þessa.

Stórmarkaðirnir taka bara metsölulistana, slátra verðinu á bókunum og leggja bara meira á snúðana í staðinn. Ég veit að allir þrír lesendur þessarar síðu vilja meira úrval en stórmarkaðirnir bjóða, og því er upplagt að plögga Griffil hér.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home