mánudagur, apríl 10, 2006

Bjössi á grímuballi?

Um helgina hófst auglýsingaflóð Framsóknarmanna í Reykjavík til að skrapa sig upp fyrir pilsnerfylgið í borginni. Hins vegar fannst mér skrýtið að hvergi í auglýsingunni var talað um Framsóknarflokkinn? Bara talað um B-listann. Er þetta ekki einhver aumkunarverðasta tilraun síðari áratuga til að villa um fyrir kjósendum? Halda þeir Björn Ingi og félagar virkilega að menn gleymi öllum klúðrum Framsóknarflokksins síðustu ár, bara ef þeir kalla sig B-listann? Þetta er eflaust útspekúleruð markaðsfræði. En herðakistilinn á Quasimodo hverfur samt ekki þótt hann breiði skikkjuna yfir hann. Þetta er dapurlegt fyrir einn elsta stjórnmálaflokk landsins. Hvernig stendur á því að Framsóknarmenn í Reykjavík treysta sér ekki til að heyja kosningabaráttuna undir eigin nafni?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Komdu nú með frumlegri færslu en formaður herstöðvaandstæðinga. Þessu er annars svarað skilmerkilega þar: ,,Staðreyndin er sú að í borgarstjórnarkosningum hefur verið rík hefð fyrir því að auðkenna framboðin með listabókstaf og það var gert í tilfelli okkar framsóknarmanna, t.d. í kosningunum 1982, 1986 og 1990. Þá var jafnan auglýst í nafni B-listans og þótti gefast nokkuð vel.´´

12:31 e.h.  
Blogger Örn Úlfar said...

Bara ef fingraför auglýsingamannanna væru ekki svona augljós.

12:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home