mánudagur, apríl 24, 2006

Vá, heil vinnuvika fram undan

Vakna snemma fimm morgna í röð eftir það sem á undan er gengið? Varla hægt. Ofurmannlegt eða loksins loksins? Kláraði Leiðina til Rómar um helgina, frábær bók. Langt kominn með Hina feigu skepnu eftir Roth í þýðingu verðlaunaþýðandans Rúnars Helga Vignissonar. Loksins var sett vegleg rós í hnappagat þess gæðapilts.

Allt í lagi að rifja upp páskaslátrunina: Túristi, Stefán Máni (***), Refskák, Ian Rankin (**1/2) og Sick Puppy, Carl Hiaasen (***).

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home