þriðjudagur, maí 02, 2006

Margar spurningar

Er að fara að sofa en datt í hug að reka hér inn nefið. Þó ekki væri nema að punkta niður fyrir sjálfan mig þá sérkennilegu staðreynd að ég er búinn að hringja í 22 hótelhölda í Cordóba en enginn þeirra svo mikið sem lausan skáp handa okkur næsta laugardag. Jæja förum þá eitthvað annað....bíddu við. Ef það er svona umsetið hótelaplássið, þá hlýtur eitthvað skemmtilegt að vera að gerast í þessari fornu múslímaborg. Og þá vil ég vera þar! Fjandakornið.

Náum líklega ekki að koma þessu fyllilega heim og saman. Skrítið, að ég hélt að þrjár vikur væru feikinóg til að dútla sér um Andalúsíu, en svo þegar maður skoðar dagskrána í hinu miskunnarlausa skipulagsforriti Excel, þá blasir við að annað hvort verðum við á svaka spani, eða þurfum að velja og hafna áfangastöðum.

Granada, Sevilla, Malaga og Nerja eru alla vega frágengin og glæsilegur Renault Clio.

Enskir standa á öndinni yfir meiðslahrinu. Nike eru í vondum málum. Rooney frumsýnir nýja skotskó, byrjar á því að skjóta framhjá í upplögðu færi og fótbrýtur sig síðan. Eitthvað segir mér að útsölur komandi missera muni verða hlaðnar þessum hrakfallabomsum.

Góðar stundir. Kannski verður bloggt (má ekki beygja það svona?) frá Spáni ef tími og tölva vinnst til. Góðu fréttirnar eru þær að ég náði að fá iTrip til að virka enn á ný.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alhambra höllin í Granada er alveg stórkostleg, ekki hægt að fórna henni. Mæli einnig með Gazpacho súpunni í Andalúsíu.

Góða ferð

Kv.

Maggi

7:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home