Á réttri leið
Nú horfir að sönnu betur með ferð Don Quixösse og Sancho Pásta um vegleysur spænskar. Vafasamt gistiheimili í Cordóba hefur goldið jáyrði við þeirri málaleitan að ferðalangarnir fræknu halli þar höfði næstu helgi. Þá eru stórborgirnar tryggðar. Granada, Cordóba, Sevilla og Malaga eru í hendi auk strandbæjarins Nerja. Enn er beðið svara frá Ronda og Zahara de los Atunes.
Nýjasta strikið í (nú þegar allt of háan) reikninginn er Alhambra höllin eina sanna. Þar stemma menn stigu við ágangi túrhesta með því að selja örfáa (6000) miða á dag, og nú er uppselt á netinu. Það þýðir að undirritaður þarf að mæta í ágæta biðröð klukkan 7 að morgni til að berja alla innviði þessa kofa augum.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home