mánudagur, júlí 17, 2006

Eiland

Fórum á sýninguna Eiland um helgina. Mjög flott sýning og gaman að koma út í Gróttu í svona listrænu samhengi. Krían og listamennirnir fara hamförum. Ég var hrifinn af verkunum hans Halla Jóns og Kela kalda. Svo er ofan af vitanum algjörlega einstakt útsýni til allra átta. Vitinn er, eins og flestir vita, yst á því langa og mjóa nesi sem Reykjavík stendur á og því er borgin einkennilega lítil partur af því panorama sem býðst uppi á þessu skemmtilega mannvirki.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home