föstudagur, september 22, 2006

Black Swan Green

Jason Taylor er 13 ára drengur og býr í Worchesterskíri á Englandi í bænum Black Swan Green. Í samnefndri bók má lesa um ljóðagerð hans undir nafninu Eliot Bolivar, dularfulla belgíska aðalskonu, grimma bæjarvillinga, sígauna, hjónabandserfiðleika, kreppuna sem Margrét Tatcher bjó til, ómetanlegt Omega úr og Falklandseyjastríðið svo eitthvað sé nefnt. Höfundurinn heitir David Mitchell og ég hlakka til að lesa allar hinar bækurnar hans.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home