mánudagur, september 18, 2006

Greinar

Tvær athyglisverðar greinar í Morgunblöðum helgarinnar. Hallgrímur um Kárahnjúkavirkjun í Lesbókinni, eins og skrifað úr mínu hjarta, enda Hallgrímur nýkominn að austan eins og ég. Einnig er aðsend grein Magnúsar Kristinssonar um viðskipti sín við Björgólf Thor, einn aðaleiganda Morgunblaðsins, í kringum Straum. Óhætt er að segja að í grein útgerðarmannsins spegilst önnur mynd af BTB en kom fram í viðhafnarumfjöllun Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum.

Ég átti sannast sagna von á því að þessar tvær greinar munu vera svolítið í fréttum í dag, en í staðinn eru allir að tala um opna grátbeiðni Róberts Marshalls til Jóns Ásgeirs um að halda NFS opnu í nokkra mánuði í viðbót. Ég vona að NFS lifi, en ég hugsa að það þurfi að breyta ýmsu þar til að fá konseptið til að virka. Og græða.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home