pub quiz
Spurningar fyrir pub quiz, 15. September 2006. Pósta þetta hér fyrir þá sem vilja dunda sér og skrifa svörin í kommentakerfið (án gúgls off kors)
1
Ómar Ragnarsson hefur að undanförnu lagt hart að sér til að kynna fyrir afleiðingarnar af smíði Kárahnjúkavirkjunar og söfnun vatns í Hálslón. Hvað heitir þessi geðþekki sjónvarps, tónlistar og flugmaður fullu nafni?
2
Lögregluliðin í CSI þáttunum á skjá einum beita vísindunum fyrir sig við lausn fjölbreytilegra glæpamála. CSI seríurnar á Skjá einum eru alls þrjár. Í hvaða þremur borgum Bandaríkjanna gerast þær?
3
Hinn illþolanlegi sigurvegarinn í Rockstar Supernova heitir Lukas Rossi og má segja að með sigrinum hafi skrattinn hitt afa sína. En frá hvaða borg er Lukas?
4
Rokkstjörnurnar tvær Rúnar Júlíusson og “Megní” Ásgeirsson eru þekkt nöfn í rokkheimum, en hvað eiga þessi þekktu nöfn sameiginlegt fyrir utan tónlistina?
5
Enn um Supernova. Í stjarnvísindum er Supernova notað til að lýsa ákveðnu fyrirbæri, Supernova gefur frá sér mikla birtu í skamma stund og verður ósýnileg á fáum vikum eða mánuðum, ekki ósvipað Rockstar supernova. Íslenskt heiti þessa stjarnfræðilega fyrirbæris lýsir því eðli þess ágætlega, hvert er það íslenska heiti?
6
Heimspekingurinn Nietzsche fjallaði um ofurmennið og víst er að einhver ofurmenni eru hér í salnum og margir handgengnir Nietzsche. Hér verður ekki spurt um skrif Nietzsches, heldur einfaldlega hvernig er nafnið hans skrifað, stafið fornafn og eftirnafn! (Auðvelt núna ha?)
7
Breski prinsinn Harry á 22 ára afmæli í dag. Hann er sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna á eftir Karli föður sínum og Vilhjálmi bróður sínum. Hver er næstur á eftir Harry í röðinni til að erfa bresku krúnuna?
8
Örmyndasögur Hugleiks Dagssonar hafa vakið gífurlega athygli innanlands sem utan, en í þeim fæst hann á frumlegan og bráðfyndinn hátt við ýmsar meinsemdir í nútímasamfélagi. Sýningin á Forðist okkur, fyrsta leikriti Hugleiks, þótti afar djörf og nýstárleg, og hann hlaut Grímuna - Íslensku leiklistarverðlaunin sem leikskáld ársins 2006. Á næsta leikári frumsýnir Þjóðleikhúsið vísindasöngleik eftir Hugleik. Hvað heitir það verk?
9
Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason hefur vakið afar verðskuldaða athygli á undanförnum mánuðum, eins og raunar allar bækurnar hans, ekki síst Blái hnötturinn. En hvað hét fyrsta bók Andra Snæs?
10
Hvaða atviksorð getur þýtt þetta þrennt:
Hvatning, Áhugasamur og Stefna
11
Fyrir einhverjum misserum varð nokkurt uppistand í Bítlaborginni Liverpool, heimabæ knattspyrnufélagsins Everton, út af götunafninu Penny Lane. Gatana er nefnd eftir James Penny en hávær hópur mótmælenda vildi að skipt yrði um nafn á þessari umtöluðu og um-sungnu götu. Hvers vegna?
12
Talandi um titla á bítlalögum; í kvikmyndinni Almost famous, frá árinu 2000, lék Kate Hudson aðsópsmikla og umsvifamikla grúppíu sem fylgdi hljómsveitinni Stillwater eftir. Hún hafði tekið sér listamannsnafn, og kallaði sig eftir bítlalagi. Hvaða bítlalagi?
13
Þá að grúppíum fyrir lengra komna, bítillinn Paul McCartney giftist fyrirsætunni Heather Mills og stendur nú í skilnaði, 64 ára gamall, hversu kaldhæðnislega sem það kann að hljóma. Heather varð fyrir því óláni árið 1993 að lögreglumótorhjól ók á hana og þurfti að taka af henni annan fótinn við hné. Hvor fóturinn var það?
14
Dóttir Paul McCartneys, Stella, hefur getið sér gott orð í tískuheiminum. Hún hefur meðal annars hannað íþróttalínu. Undir hvaða merki eru íþróttaföt Stellu McCartney seld?
15
Spurt er um bandaríska leikkonu sem lék í kvikmyndinni Parent Trap árið 1998 en hefur einnig reynt fyrir sér í tónlist og gefið út tvær breiðskífur, sú fyrri hét Speak en sú síðari, A Little More Personal (Raw), og kom út í fyrra. Hver er þessi leikkona?
16
Kringilsárrani hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, ekki síst vegna þess að þessi afskekkta spilda var friðlýst, sem griðland heiðagæsa og hreindýra og vegna hinna einstæðu Hrauka sem þar eru og urðu til þegar Brúarjökull gekk skarpt fram og hlóð þessum jarðmyndunum á undan sér. Hluti þessa svæðis var þó af-friðlýstur þegar í ljós kom að hann mundi fara undir Hálslón og fær mann til að velta fyrir sér merkingu friðlýsingar okkar merkustu nátturminja yfirhöfuð, en… Kringilsárrani afmarkast af Brúarjökli annars vegar og tveimur jökulám. Hvað heita þær?
17
Sjálfstæðismenn hugsa sér gott til glóðarinnar í Suðurkjördæmi og hafa sent þangað dýralækninn vaska, Árna Mathiesen. Nokkurt los hefur verið á starfi flokksins í þessu kjördæmi, ýmsir skandalar og hjaðningavíg. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hin öfluga þrenning Drífa Hjartardóttur, Guðjón Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson dregið vagninn fyrir flokk Geirs í þessu 10 þingmanna kjördæmi, en nú er spurt, hver er núverandi fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis?
18
Nýr íslenskur bjór er væntanlegur í búðir ÁTVR í byrjun október. Hann er lagaður í nýju brugghúsi á Árskógssandi að tékkneskri fyrirmynd. En hvað heitir mjöðurinn nýi?
19
Hlédrægi málarinn Stuart Suthcliffe, var vélaður til liðs við Bítlana af vini sínum John Lennon, eins og fjallað var um í kvikmyndinni Backbeat. Hann hætti, Paul tók við bassaleiknum og stuttu síðar dó Stu sviplega. Semsagt, hann lék ekki lengi með hljómsveitinni og mynd af honum er raunar aðeins framan á einni breiðskífu bítlanna. Hverri?
20
Að íslenskum stjörnum. Allir hafa labbað niður Laugaveg, en fáir hafa gert það á sama hátt og ákveðin hljómsveit sem naut vinsælda á níunda áratugnum, í einu lagi sveitarinnar er sungið um að sigla niður Laugaveg eins og kafbátar. hljómsveit gaf út þetta lag árið 1988?
21
Spurt er um hús. Á lóð hússins stóð áður Sænsk-íslenska frystihúsið sem var byggt árið 1927. Framkvæmdir við húsið hófust í byrjun ársins 1982, Reisugildi var haldið í júlí 1984 og var þá tekið til við að einangra húsið að utan og klæða það, en á útveggjum hluta hússins er gabbrósteinn úr Hoffelli í Hornafirði. Hinn 6. maí 1986 lagði forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hornstein að byggingunni. Um 250 manns mæta til vinnu í húsið á virkum dögum þótt sumir hafi opinberlega efast um að svo marga þurfi til. Hvaða hús er þetta?
22
Áðan spurðum við um afmælisbarnið Hinrik prins, annað afmælisbarn dagsins er landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen. Hvað varð hann gamall í dag?
23
Þessi er stutt: Vinsæl Bob Dylan plata og kvikmynd eftir Charlie Chaplin heita sama nafni. Hverju?
24
Skoski glæpasagnahöfundurinn, Ian Rankin kom til landsins í maí í boði Eymundsson, í viðtölum kom fram sú skemmtilega staðreynd hann byggi í Edinborg í sömu götu og tveir aðrir heimsþekktir rithöfundar, karl sem skrifar um konu og kona sem skrifar um dreng, en verk þeirra þriggja hafa verið þýdd á íslensku og selst vel. Hvað heita þessir nágrannar Ians Rankin í Edinborg?
25
Það hefði haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef Magni hefði unnið Supernova söngvakeppnina. Til dæmis hefði Skjár einn örugglega sett upp 30 þátta seríu þar sem menn og konur mundu keppast um að fá að fylla skarðið í sveitinni Á móti sól. En hvað hét hljómsveitin sem Magni var í áður en hann gekk til liðs við Á móti sól?
26
Nú stendur yfir kvikmyndahátíð dreifingaraðila, Icelandic Intenational Film Festival. Rétt eftir að henni lýkur hefst önnur kvikmyndahátíð. Hluti af þeirri hátíð er að höfuðborgarsvæðið verður myrkvað, kannski til að tákna þá eyðimerkurgöngu sem tekur við í sölum kvikmyndahúsanna þegar hátíðinni lýkur. Hvað heitir þessi síðari, en ekki síðri, kvikmyndahátíð? Hér er verið að fiska eftir skammstöfun.
27
Önnur hátið, Iceland Airwaves verður haldin 18.-22. Október. Auk þess sem sérstakur airwaves klúbbur verður á Pravda, þá fara tónleikarnir á hátíðinni fram á sex stöðum í miðbænum, Nasa, Listasafni Reykjavíkur og fjórum í viðbót sem þið þurfið nú að skrifa niður....
28
Hér er spurning sem ég var búinn að lofa fyrir löngu síðan og þess vegna níðþung. Hún er tileinkuð Stíg Stefánssyni. Skæruliðasamtökin Skínandi stígur, kenndu sig við maóisma og voru áberandi á 9. áratugnum og fram á þann 10. þegar nýr forseti heimalands þeirra tók sér fyrir hendur að ráða niðurlögum þeirra og fleiri skæruliðasamtaka sem höfðu meira en helming landsins á valdi sínu. Forsetinn náði árangri í þessu, sat lengi í embætti og kvað niður þennan maóíska draug að mestu og hefur lítið frést af Skínandi stíg. Þeim mun meira af forsetanum sem vakti mikinn urg fyrir lítilsvirðingu mannréttinda, lenti síðan í miklum skandal og endaði með því að segja af sér í útlöndum með því að senda fax heim frá landi foreldra sinna. Hvað heitir þessi fyrrverandi forseti og Skínandi stígs-bani?
29
Íslenskir garðyrkjubændur framleiða fjórar tegundir af tómötum. Hefðbundna tómata og kirsuberjatómata. Hvað heita hinar tegundirnar tvær?
30
Richter jarðskjálftamælikvarðinn er öllum kunnur. Þetta er lógaritmískur skali sem mælir stærð jarðskjálfta. En hvers lenskur var þessi Richter sem alltaf er nefndur þegar jörðin hristist?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
1. Ómar Þorfinnur Ragnarsson
2. New York, Las Vegas og Miami
3. Vancouver
4. Þeir heita Guðmundur að fyrsta nafni
5. Stjarna
6. Friedrich Nietzsche
7. Játvarður prins
8. Leg
9. Skáldarán og Ljóðasmygl
10. Hmm
11. Fram komu nýjar upplýsingar um James Penny sem sýndu að hann var glæpamaður
12. Penny Lane
13. Vinstri
14. Adidas
15. Bette Midler
16. Jökulsá á Brú og Jökla
17. Árni Johnsen
18. Kaldi
19. Sgt. Peppers
20. Stuðmenn
21. Seðlabankinn
22. 28 ára
23. City Lights
24. JK Rowling og ...
25. Skuggadrengir
26. IFF
27. 12 tónum, Gauki á Stöng, ,,,
28. Alberto Fujimori
29. Konfekttómatar og plómutómatar
30. Austurrískur
kkv. KPJ
Skrifa ummæli
<< Home