þriðjudagur, september 12, 2006

Hnjúkar Kára


Eftir að hafa skoðað fyrirhugað lónsstæði Kárahnjúkavirkjunar er það alveg kristaltært í mínum huga að þessi áform einkennast af skammsýni og fáfræði. Fórnin sem á að færa er óásættanleg, áhættan er of mikil og leynimakkið og hvernig talað er tungum tveimur er gjörsamlega út í hött í lýðræðisríki á 21. öldinni. Til dæmis er fólki í þéttbýli sagt að það verði ofsagróði, en landeigendum að það verði enginn gróði. Stækkun á áður íhuguðum virkjanakosti á svæðinu þýðir að lónið flæðir um ákaflega víðlent svæði og þornar upp til skiptis og skilur eftir sig fíngerðan leir sem mun líklega fjúka yfir Austfirðinga til minja um gönuhlaup og pólitískar heimskuhamfarir þeirra sem þetta vildu og þeirra sem þetta leyfðu.

Myndir væntanlegar. Myndavél ekki.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home