föstudagur, september 22, 2006

NFS - glatað tækifæri

Lélegt sjónvarp hjá 365 að segja upp starfsfólkinu á NFS og loka stöðinni. Ef menn hefðu verið sniðugir þá hefðu þeir getað breytt NFS í risastóran raunveruleikaþátt. Halda fréttatímunum óbreyttum og leyfa fólki að fylgjast með vinnslu fréttanna á bak við tjöldin svo menn geti upplifað metnaðinn og stemmninguna beint í æð. (því það virðist hafa verið miklu skemmtilegra á bak við tjöldin en á skjánum, skv. uppsagnarbréfi Róberts Marshalls.) Að kvöld hvers dags mundu svo þeir þrír starfsmenn sem fengju fæst atkvæði í símakosningu fara í yfirheyrslur hjá Jóni Ásgeiri og einn látinn fara á hverjum degi (enda ræður Jón þessu, það vita allir)

Með þessu móti mundu margir loksins sjá tilgang í því að fylgjast með NFS. En það tækifæri er fyrir bí. Lokað í kvöld klukkan 8. Stjórnin.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Snýst ekki þetta kjánalega brúðuleikhús, flaggskip vetrardagskrárinnar, einmitt um þetta?
ÁA

11:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home