miðvikudagur, október 25, 2006

Allt í (bindis)hnút hjá West Ham

Á einhvern dularfullan hátt tókst Alan Pardew hjá West Ham að fá tvo eftirsótta Argentínumenn Tevez og Mascherano til liðsins fyrir 0 pund í haust. Síðan þá hefur liðið nánast tapað öllum leikjum, nú síðast gegn Chesterfield. (Hvernig maður tapar fótboltaleik gegn sófasettum er stúdía út af fyrir sig.)

Nú er talað um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, kaupi liðið. Aðdáendur Hammers verða líklega mjög ánægðir með....nema þeir hafi kynnt sér hvaða árangri Eggert hefur náð með íslenska landsliðið.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home