Þorsteinn snýr á haus
Vefþjóðviljinn: „Þegar sjávarútvegsráðherra tók ákvörðun um að heimila hvalveiðar lá fyrir að sú ákvörðun væri bæði rétt, eðlileg og sjálfsögð. Hvalir eru meðal þeirra auðlinda sem mönnum er rétt að nýta og það var löngu kominn tími til að hætta að láta ómálefnaleg sjónarmið eða öfga- og æsingamenn ráða því hvaða auðlindir eru nýttar hér á landi“.
Hér er sniðugur, en fáránlegur snúningur á ferðinni, enda hafa hvalir verið mjög ábatasöm auðlind fyrir Ísland frá því hvalveiðum var hætt á sínum tíma. Ákvörðunin nú er því bæði illa ígrunduð, óeðlileg og tekin út frá þröngum sérhagsmunum og alls ekki sjálfsögð. Og hvorn hópinn má kalla æsingamenn, þá sem drepa hvali eða þá sýna hvali?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home