miðvikudagur, desember 06, 2006

Neyðarkall eða ekki

Skip sendir frá sér neyðarkall. Björgunarsveitir bruna af stað og bjarga, kannski á elleftu stundu, og allt kátt í höllinni. Þegar Blóðbankinn sendir út neyðarkall, þá er lokað á slaginu þrjú og brjóstgóðum blóðgjöfum vísað á braut, þótt þeir komi kl. 15:03. Lok lok og læs. Neyðarkallinn vant við látinn kannski?

Þetta fannst mér...ja...blóðugt.

Annars hitti ég Guðberg Bergsson í gær og það fannst mér merkilegt, enda merkilegasti núlifandi rithöfundur Íslands, þ.e. Guðbergur. Ég er ekki rithöfundur, heldur forleggjari.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home