föstudagur, desember 15, 2006

Fréttastjóri í kosningabaráttu?

Tek eftir því að Pétur Gunnarsson bregður skjöldu fyrir Björn Inga Hrafnsson í kjölfarið á makalausri framgöngu Binga í Kastljósinu um daginn. Til að verja ráðningar Framsóknarmanna á Framsóknarmönnum, sérstaklega galinni ráðningu á Óskari Bergssyni, formanni Framkvæmdaráðs til að gæta hagsmuna gagnvart Framkvæmdaráði, brá Bingi á það ráð að reyna að gera bæði viðmælanda og stjórnanda umræðnanna tortryggilega í stað þess að svara efnislega. Þessu hefur Gummi gert ágæt skil og verður engu við það bætt hérna.

Mér þótti hins vegar athyglisvert á bloggi Péturs Gunnarssonar að þar kemur fram að Pétur var ritstjóri kosningavefs Framsóknarmanna, Hriflunnar allt þangað til tveir mánuðir voru til síðustu borgarstjórnarkosninga. Þá var hann ráðinn fréttastjóri Fréttablaðsins.

En hversu heilbrigt er að ráða innanbúðarmann í kosningabaráttu eins flokks til að stýra fréttaflutningi blaðs sem á að segja hlutlaust og rétt frá þeim málum sem til umræðu í kosningabaráttunni og ráða miklu um sýnileika frambjóðenda? Ef ég man rétt þá entist Pétur svo ekki í þessari stöðu og hætti stuttu eftir kosningarnar. Skrýtinn leikur hjá Fréttablaðinu.

Nú er reyndar komin upp sú staða að það vantar fréttastjóra á Fréttablaðið og stutt í kosningar. Hver ætli hreppi hnossið?

Við þetta má bæta að á hriflu.is stendur: „Hrifla.is er að fá allt að 4000 heimsóknir og þaðan af meira mánaðarlega sem gerir hana að öflugasta málgagni framsóknarmanna um allt land“. Ætli það þurfi ekki að leiðrétta enda eru Bingi, Pétur og Denni að fá miklu fleiri heimsóknir enda pennaliprir og útsjónarsamir skúbbarar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

góður punktur með pétur. skrítið að enginn hafi bent á þetta áður. nú er gaman að sjá uppstokkun á blöðunum fyrir alþingiskosningarnar. kannski fara hinir ýmsu gúbbar að skoppa inná blöðin. hverjir ætli það verði? þegar stórt er spurt ...

7:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home