föstudagur, desember 01, 2006

Góður dagur fyrir góð málefni

Í kvöld nær söfnunarátakið sem tengist Rauða nefinu hápunkti. Vonandi gengur það allt saman vel, enda held ég að Íslandsdeild Unicef sé að gera rosalega fína hluti í Gíneu Bissau.

Annað frábært framtak er hjá Sparisjóðnum fyrir merkileg verkefni á sviði geðheilbrigðismála, og í þeirri söfnun kostar ekkert að gefa! Eina sem viðskiptavinir Sparisjóðsins þurfa að gera er að fara á heimasíðuna þeirra og smella við eitt málefni af átta. Þá gefur Sparisjóðurinn þúsundkall til þess málefnis. Svo má maður auðvitað gefa meira, til dæmis með því að hringja í síma 901 1000. Vonandi safnast geðveikt mikið!!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home