Fyndnasta bók ársins
Þegar ég vaknaði í morgun í sigurvímu eftir glæsilegasta útgáfupartí Íslands þá opnaði ég Morgunblaðið og sá þessa fyrirsögn: FYNDNASTA BÓK ÁRSINS. Þvílíkur bókadómur! Mér skilst að svona dómur sé ómetanlegur í bókabransanum. Sendið mér endilega hugmyndir um hvernig er hægt að nota þetta.
Takk fyrir það.
Mig langar að þakka öllum þeim sem komu í útgáfupartíið í gær. Því miður var ég kannski of stressaður við partíhald til að spjalla nógu mikið við alla sem komu en þetta var hrikalega skemmtilegt. Forsætisráðherra, borgarstjóri, tveir fyrrverandi borgarstjórar, tveir risabankastjórar og fullt af öðrum skemmtilegum. Takk fyrir komuna. Þeir sem ekki komust - kaupið bókina, hún fæst í Bóksölu stúdenta, Eymundsson og Hagkaup. Verandi í sigurvímu ennþá, þá býð ég lesendum þessarar síðu að hafa samband og fá bókina á sérstökum vildarkjörum ef þeir koma og sækja í Austurstræti 17. Það gildir fyrir ykkur öll þrjú!
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home