fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Æfingin skapar meistarinn

Já, ekki varð mér kápan úr því klæðinu að gera atlögu að meistaratitli. Verð að viðurkenna að mér þótti nokkuð súrt í broti að tapa, ég meina hver hefur heyrt talað um vinatölur? Ekki ég, og þó stúdent af stærðfræðideild, reyndar með afleita stærðfræðieinkunn....og Lúðvík Möller...einhver heiði við Vopnafjörð?

Það sem ég átti að vita var auðvitað Andrómeda og Sam Spade og í tvígang ruglaði ég mig frá réttu svari, elstu konu Íslandssögunnar og leikstjóra Blóðbanda.

Tæknileg mistök? Stöngin út.

###
Viðbót
###
Gleymdi að nefna það að strax eftir upptökuna á þættinum var leikur Dana og Íslendinga á HM. Stöngin út.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Anyways, mér fannst þú standa þig vel og koma vel út svona sminkaður og í sviðsljósum. Better luck next time.

8:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home