Alfreð snýr aftur
Sei sei sei. Þegar þessi frétt er skoðuð skilur maður af hverju Gulli Sus vill ekki að Alfreð Þorsteinsson sé að vasast í byggingu hátæknisjúkrahúss. Hann ætlar að fá hann aftur heim í Orkuveituna til að stýra Gagnaveitunni! Hahaha.
Verðmæti Gagnaveitu Reykjavíkur, sem áður hét Lína Net, er sem sagt um tíu milljarðar króna og telur Landsbankinn að verðmætið þrefaldist á næstu árum, en Gulli Sus fékk bankann til að meta verðmæti Gagnaveitunnar, væntanlega til að koma höggi á vin sinn Alfreð.
„Þetta mat er mun hærra en flestir höfðu gert sér í hugarlund. Lína Net var margsinnis þrætuepli meirihluta og minnihlutans í Reykjavíkurborg. Til að mynda kom fram þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta að fulltrúum hans þætti mjög illa farið með það fé sem lagt var í fyrirtækið. Hátt í fimmta milljarð króna hafi verið sóað þangað“, segir á vef Ríkisútvarpsins.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home