miðvikudagur, september 05, 2007

Biblíuhúmor

Menn kirkjunnar eru að gera athugasemdir við að hluti píslarsögunnar sé skoðaður í húmorísku ljósi til að auglýsa. Talið er ósmekklegt að tengja fyndni þessari harmþrungnu sögu. Þó er það nú þannig að Biblían sjálf lumar á léttu gríni í frásögninni af því þegar Jesús er handtekinn af Rómverjum eftir svik Júdasar. Í Markúsarguðspjalli segir:

Þá yfirgáfu hann allir lærisveinar hans og flýðu. En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. Þeir vildu taka hann, en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn.


Þarna er verið að grína þannig að það er bara alveg í lagi að grínast með þessa sögu. En hvað var Síminn annars að auglýsa? Man það einhver? Síma fyrir heyrnarlausa menn í Rómarveldi?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home