föstudagur, september 14, 2007

Randver

Við Ásta eigum röndótt sængurföt, svokölluð Randver. Af þeim sökum kenni ég til með Randveri Þorlákssyni, formanni félags íslenskra leikara, að honum hafi verið sparkað úr Spaugstofunni. Í prinsippinu er ég fylgjandi brottvikningu hans, þ.e. að Spaugstofan er orðin þreytt og móð, en hefur samt þetta 'eitthvað' við sig sem dregur tugþúsundir að skjánum. Því er ráð að halda áfram með Spaugstofuna en að reyna að fríska upp á hana, endurnýja, þannig að enginn sé alveg 100% öruggur um að halda sæti sínu í mjúkum sófum Spaugstofunnar.

Randver fær hins vegar tækifæri til að gera eitthvað nýtt. Hann er ólíkindatól og gæti gengið í endurnýjun lífdaga til dæmis með Stelpunum á Stöð 2, búið til uppistand eða eitthvað. Áfram Randver.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að Randver ætti að fá sinn eigin þátt á Stöð 2.

2:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home