Bull á El Bulli?
Á besta veitingastað í heimi, El Bulli á Spáni, var, alla vega til skamms tíma, hægt að panta sér einn mjög léttan rétt: Frosið parmesanloft. Þetta er það eftirsóknarverður staður að aðeins er opið fyrir borðapantanir einn dag á ári, þann dag fullbókast staðurinn út árið. Reyndar starfar staðurinn bara hálft árið, hinn helming ársins notar kokkurinn og aðstoðarmenn hans til að þróa nýjar rétti og ferðast um heiminn til að uppgötva ný brögð og hráefni. Kokkurinn á staðnum, Ferran Adríá, var einn af fáum Spánverjum sem var boðið að taka þátt í hinni mögnuðu Documenta 12 listasýningu í Kassel. Meira um El Bulli hér.
Kannski ég fái mér frosið parmesanloft í kvöldmat?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home