fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Höfuðdagur

Í gær var höfuðdagur og samkvæmt þjóðtrúnni verður veðrið næstu þrjár vikur eins og það var í gær - grár suddi. En hvað er höfuðdagur? Lítum á Almanak Þjóðvinafélgsins frá 1884:
29. Augustus er kallaður höfuðdagur; hann var fyrrum haldinn heilagur í minningu þess, að þann dag átti Heródes konungur Antipas að hafa látið hálshöggva Jón skírara, árið 31. e. Kr.

Þess má geta að ég hef séð þetta höfuð, eða hluta af hauskúpunni öllu heldur. Hún er í demantskreyttu skríni í Topkapi höllinni í Istanbúl. Hauskúpubúturinn er númer eitt á meðfylgjandi mynd. Hönd Jóns skírara er þarna einnig.



Þetta hygg ég að hafi altso verið varðveitt í kirkunni Ægissif (Hagia Sophia, Ayasofia) í Istanbúl (Miklagarði, Konstantínópel)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home