Sumarauki?
Nei það er ekki blessuð blíðan í dag, ólíkt því sem var '39. Um það má lesa meira í þessu merka kvæði:
Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld um daginn
fyrir hálfri öld síðan
það var sumarauki í september 39
og sólin og blíðan
hve ég vildi ég hefði verið uppi á þeim dögum
og vottað hvað skeði
og hefði þá getað horft á dýrðina sjálfur
og haft af því gleði
en allt sem ég hef, get ég þakkað þessari styrjöld
sem þurrkaði út borgir
og kostaði fimmtíumilljónir manna lífið
og mállausar sorgir
já öll þessi grimmd hún gat af sér gleði
og góðærið mesta
en mér er samt þungt um mál á þessari stundu
því ég missti af því besta
[Styrjaldarminni]
Þekkirðu höfundinn? Giskaðu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
2 Comments:
Hann leigir í kjallaranum hjá mér. Og hvort eru ekki tónleikar með honum á næstunni?
Já, guð býr í kjallaranum Grímsi. Æ geymdu handa mér meyjarblómið Grímsi.
Skrifa ummæli
<< Home