Hvar varst þú að kvöldi 22. apríl 2004?
Mér skilst að í gamla daga hafi fólk getað svarað svona spurningum. Það var í fásinninu. Ástæðan til þess að ég man hvað ég gerði þetta kvöld er geisladiskur sem ég fann á bókasafninu fyrir skemmstu: "According to tradition "Violent Femmes, Live in Iceland.
Gaman að sveitin skuli hafa sent þetta frá sér, en tónleikarnir voru frábærir. Reyndar eru bara sex lög en þau skila sér, þar á meðal snilldartaktar Óskars Guðjónssonar og Matthíasar Hemstock sem voru kallaðir til leiks með skömmum fyrirvara ef ég man rétt.
Violent femmes er ein af helstu sveitum unglingsára minna. Ég átti 2 90 mínútna spólur með plötunum þeirra fjórum og var mikið sungið með á rúntinum upp og niður Hafnargötuna.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home