mánudagur, nóvember 12, 2007

Fyrstu jólabækurnar

Hnífur Abrahams: Áróðri gegn Bandaríkjunum og fyrirlestri um uppruna gyðingdóms, kristni og íslam steypt í hefðbundið form reyfara. Mikill hluti textans er nánast á fyrirlestrarformi þar sem aðalsöguhetjan hefur orðið um þessi efni. Snyrtilega útfærðar afhjúpanir og vendingar í sögunni lyfta henni þó upp á ágætt plan.

UPPFÆRT:
Ég gleymdi að minnast á það að bókin er öll teygð, beitt brögðum í lay-outi til að gera bókina veglegri. Stuttir kaflar, svo autt svæði á síðunni á eftir hverjum kafla og næsti kafli byrjar á fyrir miðju á næstu siðu og svo tíu auðar síður i bókarlok til að fita gripinn. Klént.

Eineygði kötturinn Kisi og leyndarmálið: Hugleikur Dagsson er einn á sinni grein bókmenntatrésins. Hakkar í sig The Secret með aðstoð Árna Johnsen, Magna og eldfjallaguðsins Gong-Pa sem lætur Kisa reyndar finna til tevatnsins á óþægilega eftirminnilegan hátt. Geymist þar sem börn ná ekki til (að venju!)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home