þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Selaveisla

Já, alltaf lumar Bændablaðið á skemmtilegum fréttum og tilkynningum (og á ég þá ekki bara við spjall þeirra Guðmundar Marteinssonar í Bónus og Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtakanna, í bændablaðinu gefst færi á að vera fluga á vegg í mjög áhugaverðu spjalli þessara tveggja forkólfa matvælasölu í landinu.) Nei það sem ég ætlaði að vekja athygli ykkar á, kæru lesendur, er að Selaveisla ársins 2007 fer fram nú á laugardaginn og fer hver að verða síðastur til að krækja sér í miða hjá Hallbirni Bergmann (sími 865 2510) Veislan fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og veislustjóri er enginn annar en Tryggvi Gunnarsson frá Krákuvör. Matseðill er sem hér segir:
Grillað selkjöt
Saltaður selur, soðinn
Reyktur selur
Siginn fiskur með selspiki og hnoðmör
Súrsuð selshreyfasulta
og fleira
Takið með ykkur gesti og leyfið sem flestum að kynnast þessum frábæra mat. Í fyrra komust færri að en vildu.

Er Rabbi á landinu?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home