föstudagur, júlí 25, 2008

Verndum Faxaskála

Margir hafa haft samband og verið uggandi yfir stöðu samtakann Verndum Faxaskála. Rétt er að það komi skýrt fram að við í stjórn samtakanna höfum ekki gefið upp von okkar um að Faxaskáli verði reistur í upprunalegri mynd þar sem nú er unnið að byggingu nýs Hljómskála.

Eins og allir vita fór byggingarefni Faxaskála í landfyllingu og það er okkar trú að með hóflegum tilkostnaði megi endurheimta það efni og nota til byggingar nýs Faxaskála. Okkar upprunalegu tillögur voru þó mun ódýrari og er rétt að minna á það. Að vernda Faxaskála á sínum upprunalega stað og reisa nýjan Hljómskála í Hljómskálagarðinum - því að skipta einu tónlistarhúsi út fyrir annað, en eins og menn muna voru frægir FM tónleikar haldnir í Faxaskála.

Menn hafa bent á að nú verði trauðla snúið við byggginu nýja glerskrýdda Hljómskálans og því höfum við kynnt málamiðlunartillögu sem felur í sér að áhugafólk um verndun götumyndar Miðbæjarins fallist á endurbyggingu Faxaskála á nýjum stað - í Hljómskálagarðinum. Þar verði skálinn reistur í upprunlegri mynd og hýsi margþætt mannlíf og jafnframt aðstöðu fyrir grunnatvinnuvegi þjóðarinnar - etv. sem heimild.

Hljómskálagarðurinn fengi þá að sjálfsögðu nýtt nafn - Faxaskálagarður.

Verndum Faxaskála!



Mikill söknuður ríkir víða í bænum eftir fráhvarf Faxaskála!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Blogger Gunni said...

Þetta er það fyndnasta sem ég hef lesið lengi. Kærar þakkir.

5:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home