Er svo vont að vera með erlend lán?
Nú barma sér allir sem eru með lán í erlendri mynt. Sama fólkið og hefur gengið brosandi í bankann undanfarin ár meðan krónan var í háflugi. Núna hækka afborganir hratt. En er þá betra að vera með íslensk verðtryggð lán? Varla. Gengishruni fylgir ávallt verðbólga þannig að verðtryggðu lánin hækka líka.
Svo gerist það þegar krónan fer aftur á flug að brosið birtist aftur á þeim sem tóku erlendu lánin enda minnkar þá höfuðstóll lánsins og afborganirnar lækka aftur. Verðtryggingin gengur hins vegar aldrei til baka.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Nú er tækifærið í uppstokkuninni að hætta með verðtrygginguna... KREFJUMST ÞESS
Skrifa ummæli
<< Home