fimmtudagur, september 25, 2008

Helgi

Helgi Hjörvar er í stuði þessa dagana. Í gær náði hann að hrista upp í umræðunni um orkumál með hugmynd um að bjóða út rekstur virkjana. Í dag birtir hann snjalla grein í Morgunblaðinu 'Tímar mikilla tækifæra'. Þar tætir hann í sig peningastefnuna og skipulag Seðlabanka og viðrar ýmsar leiðir til úrbóta í bráð og lengd. Einnig hvetur hann forsvarsmenn atvinnulífsins til að nota erlendar eignir sínar til að afla lausafjár í útlöndum til fjárfestingar á Íslandi.

Ég skil greinina að ákveðnu leyti sem óþreyjufullt ákall eftir því að ríkisstjórnin, í það minnsta Samfylkingin, standi í lappirnar og berjist fyrir breytingum og lausnum sem gagnast hinum almenna borgara. Lokaspretturinn er góður:

Það er rangt að aðildarviðræður [við ESB] gagnist ekki í vanda dagsins. Hún leysir hann ekki en er mikilvægur hluti þess trúverðugleika sem við verðum að efla. Nú þegar hjarðhegðun markaðarins er í hámarki er mikilvægt að stefna okkar verði skýr og aðgerðir ákveðnar. Umbrotatímar í efnahagsmálum eru jafnan tímar mikilla tækifæra. Grípum þau.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home