Ásdís Rán leysir vandann
Sigga spyr:
Hæ, ég er með svo lítil brjóst og það er að éta mig að innan. Þegar ég var í grunnskóla þá var oft gert grín að þessu og mér leið rosalega illa yfir þessu. Mér finnst þetta hamla mér og mér finnst eins og strákar líti ekki við mér útaf þessu. Er ég geðveik eða skiptir brjóstastærð ekki rosalega miklu máli? Hvað á ég að gera? Fyrirfram þakkir,
Ásdís Rán:
Ef ástandið er að éta þig að innan myndi ég mæla með því að þú farir og spjallir við lýtalækna og kannir hvað þeim finnst. Ég er nokkuð viss um að brjóstastækkun myndi bæta líðan þína að einhverju leyti og gefa þér betra sjálfsöryggi. Varðandi strákana held ég að brjóstastærðin skipti okkur meira máli heldur en þá, en þeir laðast hins vegar meira að góðu sjálfsöryggi hjá stelpum. Það er hægt að semja við lækna um greiðslur eða setja aðgerðina á Visa-rað. Þú þarft samt að vita að brjóstastækkun er alltaf áhætta og það er gott að þú safnir þér upplýsinga [sic] á Netinu áður en þú tekur þessa ákvörðun.
Úr nýjasta hefti Monitor
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Mér finnst alveg ótrúlegt að þetta hafi verið birt... hún er nú ekki alveg heil þessi manneskja.. hvað gerir þetta fyriri unglingsstúlkur sem eru einmitt í sömu hugleiðingum?
-arna ýr
Skrifa ummæli
<< Home