föstudagur, janúar 02, 2009

Jólabókarýni

Hef lesið þrjár úr flóðinu. Dimmar rósir, Land tækifæranna og Gott á pakkið, ævisögu Dags Sigurðarsonar.

Dimmar rósir er vel gerð skáldsaga um merkilegt fólk á áhugaverðum tímum, gerist kringum 1970. Bókin hefur að geyma litríkar og eftirminnilegar lýsingar á samfélagi þess tíma.(****)

Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson er ágætur krimmi og nýtur þess að vera skrifaður inn í hrun íslenska efnhagsundursins. Plottið er svona la la en mér finnst stíllinn skemmtilegur. Sjónvarpsþættirnir Svartir englar höfðu áhrif á það hvernig maður les söguna. Maður sér Sólveigu Arnarsdóttur fyrir sér í hlutverki Katrínar og svo framvegis.(***1/2)

Gott á pakkið er lipurlega samansett ævisaga hins umdeilda, jafnvel goðsagnakennda, Dags Sigurðarsonar. Bókin er frumlega skrifuð og oft hreinn skemmtilestur og sýnir glögglega þá blöndu af skítseyði og ljúflingi sem Dagur hefur verið. Las hana í einum rykk og er margs vísari. (****)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home