miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Var alltaf að vara við þessu

Það var einu sinni drengur sem bjó í litlu þorpi í sveit. Drengurinn hafði þann starfa að gæta fjárins og fór með hjörðina í hagann á hverjum degi. Einn daginn leiðist drengnum að leika sér við kindurnar og hrópaði: Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa kindurnar okkar! Þorpsbúarnir þustu út í hagann vopnaðir prikum og kylfum, albúnir að vernda féð. Þar fundu þeir stráksa þar sem hann engdist um af hlátri. Þorpsbúarnir sneru til baka sárir og reiðir. Daginn eftir leiddist drengnum enn meira. Hann hrópaði nú enn hærra en áður: Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa kindurnar okkar! Hópur þorpsbúa kom hlaupandi, albúinn að verja féð en fann aðeins drenginn í hláturskrampa. Daginn eftir, þegar drengurinn er að gæta fjárins í haganum, kemur stór og ljótur úlfur þar að og byrjar að drepa kindurnar eina af annarri. Strákurinn er felmtri sleginn og hrópar upp yfir sig: Úlfur! Úlfur! Það er úlfur að drepa kindurnar okkar! Þorpsbúarnir heyrðu köllin en hristu bara hausinn og sögðu, þessi gaur er nú bara með Úlfinn á heilanum.

Svo kom strákurinn hlaupandi inn í bæinn og sagði fréttirnar. Þegar hann var skammaður brást hann hinn versti við og minnti á að hann hefði varað við þessu aftur og aftur.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home