Athyglisverður punktur hjá Jónasi
Langflestir eru sáttir
Níu af hverjum tíu Íslendingum eru frekar eða mjög ánægðir með líf sitt, þrátt fyrir kreppuna. Þetta segir okkur enn ein skoðanakönnunin. Aðrar kannanir sýna, að stjórnarflokkarnir tveir hafa öruggan meirihluta kjósenda. Loka varð stöð með áfallahjálp, því að fáir vildu nota hana. Engir biðlistar hafa myndazt á stöðum, þar sem lagður er grunnur að minni greiðslubyrði fólks. Fólk er hætt að berja búsáhöld á Austurvelli. Samtals sýnir þetta, að almennt telur fólk hreyfingu vera komna á samfélagið í átt til betri tíma. Sú skoðun er sennilega fullsnemma fram komin. En bjartsýni fólks er mikil.
Þetta sýnir að það er mögulegt að komast gegnum þetta ástand án þess að fara í aðgerðir sem skuldsetja okkur meira en orðið er.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home