Ástæða þess að ég treysti Jóhönnu til að semja við ESB:
Aðspurð um hvort hún sé harður Evrópusinni:
„Nei, það er ég ekki. Ég vil fara varlega í Evrópumálum og hef verið í þeim hópi Samfylkingar sem vill fara sér hægt í inngöngu í sambandið. Ég hef þó komist að því að vitræn umræða um aðild mun aldrei eiga sér stað nema að við förum í aðildarviðræður til þess að vita hvað við fáum. Það eru mjög skiptar skoðanir um ávinninginn, sérstaklega hvað varðar sjávarútveginn.“
Í þessum orðum Jóhönnu frá 2007 er fólgin spásögn um vandræðagang Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Engin vitræn niðurstaða þar - aðeins klappað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn ráði yfir sjávarútvegsauðlindinni áfram!
Ástandið á Íslandi kallar á skýrar lausnir og afdráttarlausa forystu. Samningaviðræður við ESB undir stjórn Jóhönnu eru besta leiðin áfram. Svo kýs þjóðin um niðurstöðuna.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home