fimmtudagur, apríl 09, 2009

FL-okkurinn og 109. grein almennra hegningarlaga

Ég held að það sé skammgóður vermir hjá SjálfstæðsFLokknum að henda styrkjahneykslinu í fangið á Geir Haarde. Ríkissaksóknari hlýtur að skoða 109. grein almennra hegningarlaga í ljósi þess að árið 2006 hafi starfandi forsætisráðherra tekið við 55 milljónum í umslagi frá 2 fyrirtækjum. Fyrir okkur sem ekki erum löglærð fylgir 109. greinin hér á eftir til upplýsingar:

109. gr. [Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi.
Sömu refsingu skal enn fremur sá sæta sem beinir slíku að manni, sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, í því skyni að fá hann til að beita þessum áhrifum.
Enn fremur skal sæta sömu refsingu sá maður sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns, sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, og heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, án tillits til þess hvort áhrifunum er beitt eða hvort þau leiða til þess markmiðs sem stefnt var að.]1)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home