laugardagur, apríl 11, 2009

Samantekin ráð um styrkjasöfnun?

Þeir Steini í Kók og þessi Landsbanka-Steinþór hafa greinilega verið saman í liði að safna þessum ofurstyrkjum fyrir FL-okkinn. Og ætla menn þá að trúa því að Guðlaugur Þór hafi ekki vitað af þeim?

Menn hljóta einnig að spyrja Kjartan nánar út í fullyrðingar um að hann hafi vitað af öllu skítabixinu allan tímann - á sama tíma og briddsfélagar hans héldu því fram að Samfylkingin væri sérstaklega tengd þessu liði.

*Og hvaða NBA leikur var þetta sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins fór á í boði Hannesar Smárasonar? Fréttamenn hljóta að vera jafn ákafir í að kanna það og þeir voru við að greina frá því að Lúvík Bergvinsson hefði setið um borð í snekkju sem verið var að færa milli hafna á Florida. Eða fær ný forysta FL-okksins sérmeðferð?*

---
*Viðbót, páskadag
Mér er sagt að Bjarni Benediktsson hafi harðlega neitað því að hafa flogið í einkaþotu Hannesar Smárasonar. Ég trúi Bjarna að sjálfsögðu en fleyting þessarar gróusögu sýnir að sárindi innan flokksins rista býsna djúpt.*

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

2 Comments:

Anonymous Friðjón said...

Ekki vera sögusmetta Örn Úlfar.

Heimir Már spurði Bjarna um þessa meintu ferð í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem formaðurinn neitaði þessu.

Þú ert betri maður en það, að vera í svona skítbixi

5:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

1:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home