fimmtudagur, júlí 08, 2004

almennt röfl

Jörðin er kringlótt eins og fótbolti og hún hringsólar um geiminn eins og vítaspyrnur Beckhams. Nú er EM þeirra Suður- og Mið-Ameríkumanna hafið og er herlegheitunum varpað gegnum Sýn og inn í sjónvarpið mitt. Þetta er ágætur fótbolti. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér þeim blæbrigðamun sem er á þessari keppni og EM. Það er svolítið eins og það sé verið að sýna 10-15 ára gamla leiki. Liturinn í útsendingunni er miklu muskulegri, Það er hlaupabraut í kringum vellina, mjög fáar en stórar auglýsingar og til að kóróna þetta sat þjálfari Uruguay á varamannabekknum og reykti.

Í dag eru boðuð mótmæli á Austurvelli, ég man ekki hvenær ég mótmælti þar síðast, sjálfsagt var það þegar Dagur Eggertsson inspector scholae og fleiri skipulögðu mótmæli gegn skólagjöldum fyrir sirka 10 árum síðan. Ef ég fer og mótmæli þessum apakattarlegu vinnubrögðum við Norðurljósalögin verð ég samt örugglega bara stimplaður sem einn af þessum sem er alltaf að mótmæla og skrifar undir hvað sem er og þess vegna er ekkert að marka. Ekki vill maður vera öfgamaður. Og þó....

"Í Sjálfstæðisflokknum er fólkið, sem vill grilla mat úti í garði á kvöldin með fjölskyldu og vinum í stað þess að sækja baráttufundi æsingalýðs,"

Tilvitnun í heimasíðu Hannesar Hólmsteins (http://www.hi.is/~hannesgi/vidhorf/medmaeli.html): (Best að hafa gæsalappirnar í lagi....)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Má maður ekki bæði tilheyra æsingalýðnum og hafa gaman af því að grilla? Er þetta semsagt mutually exclusive? Ég bara spyr...

12:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home