fimmtudagur, ágúst 05, 2004

KR tapar - Fistful of Dollars

Súrt var það í Frostaskjólinu í gær. Ömurlegheitin byrjuðu í umferðarteppu á Hringbrautinni, héldu áfram í umferðarteppu í miðasölunni og svo í fullkominni knattspyrnuteppu inni á vellinum. fh-ingarnir voru einfaldlega miklu betri en KR og áttu sigurinn fyllilega skilið. Það segir okkur það að eitthvað er að. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Það virðist ekki vanta peninga, vandamálin liggja annars staðar.

Talandi um peninga þá sá ég snilldarverkið Fistful of Dollars í gær, þar sem Clint fer á kostum í hlutverki nafnlausa byssumannsins (sem mér heyrðist reyndar vera kallaður Joe í myndinni). Þetta er drullu vel skrifuð mynd. Dæmi: Þegar hann ríður inn í bæinn og fjórir gaurar úr annarri glæpaklíkunni ákveða að stríða honum og hræða fararskjótann með því að skjóta úr byssum. Clint labbar svalur til baka og les þeim pistilinn.

"I don't think it's nice, you laughin'. You see, my mule don't like people laughing. He gets the crazy idea you're laughin' at him. Now if you apologize, like I know you're gonna to, I might convince him that you really didn't mean it".

Siðan skýtur hann þessa fjóra áður en þeir ná að draga upp eigin byssur á ný. (Ég horfði á atriðið í slow motion og þá sér maður að í raun skýtur hann þá alla í einu skoti, því þeir deyja allir á sama augnablikinu!!)

Fyrir þennan gjörning fær hann hvorki meira né minna en $100 greiðslu frá hinum bófaflokknum í bænum, sirka sjöþúsundkall, ekki mikið fyrir fjögur mannslíf, og þó. Hvað ætli menn séu að taka fyrir þetta nú til dags?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home