miðvikudagur, júlí 21, 2004

Ríkisstjórnin og Séð og heyrt.

Ríkisstjórnin beið ósigur á tvennum vígstöðvum í gær. Fjölmiðlafrumvarpið virðist komið í skynsamlegri farveg í bili og svo tapaði Ríkisstjórnin stórt fyrir Real Bessastöðum, sem eru slæmar fréttir fyrir fjölmarga aðdáendur Ríkisstjórnararinn, heima og heiman. Aðeins voru sex leikmenn inná í einu, vegna dræmrar mætingar hjá Óla og félögum í Bessastaðabeljunum og var beitt nýrri tækni, svokallaðri "Brellu", sem fólst í því að sóknarmaður Bessastaða beið bak við mark Ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin, önnum kafin við málefnalegan fótbolta, láðist að líta eftir þessum manni tvisvar og voru þá hæg heimatökin að ráðast á Ríkisstjórnina með því að gefa boltann langt fram, langt aftur fyrir vörnina og kom þá þessi faldi maður, sofandi bókstafur, aðvífandi, það sér það hver maður að þetta gengur ekki, þetta er svo vitlaust að það tekur engu tali. Víst er að lögfræðingar munu lengi deila um þessa aðferð Ólafs til að knýja fram sigur á Ríkisstjórninni og mun margt vitlaust lögfræðiálitið eflaust líta dagsins ljós. En við vinnum næst. Það er klárt.

Hún vakti athygli mína forsíðan á Séðu og heyrðu. Þar eru fjórar myndir og fjórar fyrirsagnir

1.
Jón Ólafsson skilinn: Kyntröll á lausu
Mynd af Jóni Ólafssyni (góða) og konu hans
2.
Sigfús Sigurðsson: Nældi sér í þýska blómarós
Mynd af Sigfúsi og þýskri blómarós
3.
Hamingja í handboltanum: Einar Örn gengur í hnapphelduna
Mynd af Einari Erni og konu hans (held hún heiti Birna)
4.
Benedikt Erlingsson leikari: Giftur og gæfusamur
Mynd af Benna og Charlotte, konu hans

Skilur blaðið virkilega alla þessa fjóra atburði þannig að karlinn sé gerandinn í þeim og konan eins konar viðfang. Konurnar eru nógu fínar til að vera með á myndinni en hafa annars ekkert um málið að segja. Var konan hans Jóns ekki að skilja líka? Er útilokað að þýska blómarósin hafi náð í Sigfús en ekki öfugt? Er konan hans Benna þá ekki gift og gæfusöm?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég vísa þessum ásökunum Ríkisstjórnarinnar alfarið á bug.

f.h. Real Bessastaða
Óli Forseti

8:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home