Hemmi Gunn snillingur
Ég horfði á fyrri hálfleik í leik Brasilíu og Úrúgvæ í nótt og langar að halda til haga 4 gullkornum frá Hemma Gunn. Til skýringar get ég þess að á 5. mínútu klúðraði Úrúgvæi nokkur, Dario Silva, alveg ótrúlegu færi. Aleinn, beint fyrir framan opið markið. Gefum Hemma orðið:
1. Þessi leikur hefur upp á allt að bjóða: Hornspyrnur og besta marktækifæri síðustu ára, síðustu áratuga, jafnvel síðustu alda.
2. Dario Silva, honum tókst ekki að skora úr þrjátíu og sex sentímetra færi, hvað gerir hann nú?
3. Dómarinn er ekkert mikið að veifa spjöldum, þá gæti nú soðið upp úr. Þessir leikmenn geta allir breyst í goshveri á augabragði.
4.(síðar í leiknum) Við munum eftir færinu sem hann fékk áðan, þegar hann gerði þessi stórkostlegu mistök, svona gera bara snillingar.
Ég horfði reyndar bara á fyrri hálfleik og var ekki með blað og blýant þannig að þessi gullkorn hafa örugglega verið miklu fleiri. Síðasti leikurinn, drauma-úrslitaleikur Brasilíu og Argentínu, er á sunnudaginn.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Ef Hemmi er góður í ensku þá getur hann kannski fengið vinnu á Skjá einum við að lýsa.
Kristján
Skrifa ummæli
<< Home