fimmtudagur, júlí 22, 2004

Hannes Hólmsteinn, meðan hann meinti eitthvað með þessu

„Sú skoðun er einnig hæpin, svo að ekki sé meira sagt, að frelsi til útvarpssendinga sé ekkert annað en "frelsi fjármagnsins". Hugsunin er líklega sú, að þær útvarpsstöðvar, sem ráði yfir miklu fjármagni, eigi auðveldara uppdráttar á markaðnum en aðrar, þar eð þær geti boðið betri þjónustu. En mönnum sést hér yfir tvennt. Annað er það, að stofn- og reksturskostnaður útvarpsstöðva er miklu minni en dagblaða. Hitt er, að útvarpsstöðvar ráða yfir miklu fjármagni, af því að þær bjóða góða þjónustu, en bjóða ekki góða þjónustu, af því að þær ráða yfir miklu fjármagni. Ekki má gleyma því, að einkaútvarpsstöðvar græða ekki fé á sölu auglýsinga, nema þær sendi út efni, sem almenningur hlustar á. Samkeppni á markaðnum knýr þær til þess að þjóna hlustendum. Ég held, að ekkert tryggi betur sæmilega þjónustu en ótti við að missa viðskiptavini.“

tilv. Hannes H. Gissurarson, árið 1986

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home