mánudagur, september 06, 2004

Áhrif sem tónlist hefur 2

Muna lesendur eftir kvikmyndinni Rocky 4. Ég ætla mér að sjá þá mynd aftur eftir að hafa hlustað á James Brown flytja lagið "Livin in America". Það var, minnir mig, æðislegt atriði í myndinni þegar fyrrum heimsmeistarinn Apollo Creed ætlaði að valta yfir rússneska meistarann Ivan Drago. Drago mætti á svæðið og stóð í hringnum, frekar hógvær í bragði, en þá birtist Apollo og allt ætlaði um koll að keyra með James Brown á svæðinu og þvílíkt show í gangi til dýrðar blessuðum Bandaríkjunum...

"Yeah, uh! Get up, now! Ow! Knock out this!"

Svo er Appollo drepinn í hringnum.

Þetta atriði er magnað rothögg fyrir Glameríku og ætti frekar að vera sýnt á flokksþingsleikritum þessara elskulegu Repúblicrata þarna vestur frá heldur en Arnold Schwarzenegger eða hvað sem hann heitir sá ágæti maður.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home