Doðrantur Doðrantsson að baki
Í gær lauk ég við lestur hinnar herðabreiðu bókar Neal Stephenson, The Confusion, annað bindi í The Baroque Cycle. Bókin hefur á mínu heimili gengið undir nafninu Doðrantur Doðrantsson, en hún er framhald bókarinnar Quicksilver, sem áður var getið á röflinu. Gaman að lesa um heimsreisur sjóræningja í árdaga 18. aldar. Þriðja og síðasta bókin lofar góðu og þykir best. Eini gallinn við hana þykir sá að þurfa að pæla sig í gegnum þessar tvær fyrri: Doðrant og Doðrant Doðrantsson.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home