mánudagur, október 25, 2004

Sweet - but not pretty

Í dag er fallegur, svalur og dásamlegur dagur fyrir fylgismenn Manchester United. Fyrir Arsenalinga er bara ógeðslega kalt. Úrslitin í gær voru auðvitað langþráð snilld, þótt leikurinn hafi ekki verið það. Varðandi vítin þá má segja að við höfum fengið eitt víti á verði tveggja, en það sem skipti etv. meira máli, þegar upp er staðið, var að Ferdinand keyrði niður Svíann Ljungberg um miðbik fyrri hálfleiks og ekkert dæmt. Einnig var Ruud heppinn að sleppa eftir að stappa á Cole. (Flott setning!) En ef Arsenal ætlar að væla yfir dómaramistökum, þá má benda á það að þrátt fyrir flottan fótbolta hefðu þeir aldrei komist ósigraðir í gegnum 49 leiki án hjálpar ýmissa dómara.

Airwaves á Nasa á laugardagskvöldið: Ampop (***), Ske (****), Mugison (*****), Unsound (*, ágætt en langdregið), Quarashi (*****), Bravery (***, hommaútgáfa af Strokes).

Horfði á Sunnudagsþáttinn í fyrsta skipti og var sæmilega ánægður. Gummi virkaði ferskur eftir fínan performans á Airwaves. Ég mundi þó vilja sjá að Gummi og Óli Teitur leggðu meiri vinnu í þessi innslög sem þeir eru með, heldur hrá, og þeir félagar mættu nýta möguleika sjónvarpsmiðilsins betur! Þeir eiga eftir að sjóast í þessu.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home