föstudagur, október 29, 2004

Refsing olíufélaganna

Loksins er olíufélagasamráðið afgreitt frá Samkeppnisstofnun - eða var það Samkeppnisráð? Olíufélögunum er gert að greiða um 2,6 milljarða króna í ríkissjóð. Finnst mönnum það ekkert pínulítið skrýtið? Við vitum að af hverjum seldum bensínlítra fer stærstur hluti til ríkisins. Og staðreyndin er sú að stóran hluta þess tíma sem samráðið stóð lagði ríkið skatta sína hlutfallslega á bensín, þannig að eftir því sem verð á bensíni hækkaði, þeim mun meira fékk ríkið í sinn hlut. Flókið? Einfaldasta leiðin til að lýsa þessu er að segja að ríkið hagnaðist á bensínhækkunum, meðan bíleigendur töpuðu. Ef ávinningur olíufélaganna af þessu er talinn hálfur sjöundi milljarður; hver var þá ávinningur ríkisins?

Finnst engum nema mér vera rosaleg mótsögn í því að félögin þurfi í þessu máli að borga ríkinu, sem er greinilega samsekt, stórfelldar bætur? Ríkið er ekki fórnarlambið í þessu máli.

Tvær leiðir sem mér kemur í hug í fljótu bragði. Nota þessa peninga til að niðurgreiða bensín til þeirra sem það kaupa eða senda landsmönnum öllum, eða þeim sem áttu bíl á umræddu tímabili ávísun með eingreiðslu og þar með væri málið látið niður falla.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nota peningana til að kreista enn hærri peningaupphæð út úr tryggingafélögunum. Það er málið.

Don

3:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home