Tunglmyrkvi
Ég vakti extra lengi í nótt til að geta horft á tunglmyrkvann. Hann var lengi að byrja og ég stytti mér stundir við að lesa frábæra skáldsögu, The Time Traveller's Wife, sem Brad og Jennifer Aniston hafa nú keypt kvikmyndaréttinn á. Æts. Get lofað ykkur að bókin er betri en myndin verður (sorrí Ásta...). Skemmst er frá því að segja að þessi tunglmyrkvi olli mér vonbrigðum. Hafði vonast eftir meira fjöri, miðað við hæpið í kringum þetta. Vonlaus tími líka, komonn, um miðja nótt!!! Þegar ég sofnaði var bara smá skuggi farinn að færast yfir fylgihnöttinn okkar þannig að ég ákvað að vakna bara aftur 2 tímum síðar. Það var misráðið því þá var myrkvinn í hámarki og þar af leiðandi ekkert að sjá! Fór ég því aftur að sofa. Tunglmyrkvinn 28. október 2004, tvær og hálf stjarna.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Tunglmyrkvar eru frekar algengir og ekkert spes. Hins vegar verður þú að taka frá dag um miðjan ágúst 2026 þegar það verður almyrkvi á sólu á Reykjavíkursvæðinu. Það eru mögnuð fyrirbrigði.
Maggi
Skrifa ummæli
<< Home