föstudagur, október 29, 2004

Sókrates snýr aftur

Hver man ekki eftir brasílísku goðsögnunum Zico og Socrates sem gerðu garðinn frægan fyrir allt of löngu síðan. Ég veit ekki hvað Zico er að gera núna en Socrates (50) hefur ákveðið að draga fram skóna á ný og leika með enska utandeildarliðinu Garforth Town. Ég hef aldrei átt neitt uppáhalds utandeildarlið í enska boltanum þannig að ætli ég haldi ekki bara með Garforth Town. Svei mér þá. Go Garforth! Þess má geta að þeir sem héldu að Socrates yrði eini frægi leikmaður Garthfort hafa rangt fyrir sér. Markamaskína Garforth heitir Lee Sharpe.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home