fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Band Aid 20

Wikipedia klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Hér er allt um Band Aid, þar á meðal hver syngur hvað í hvaða útgáfu. Ég er nú líklega bara orðinn svona gamall en mér finnst fyrsta útgáfan best. Miðútgáfan er svo lang lang lélegust.

Hvernig væri að gera nýja útgáfu af Hjálpum þeim: Hreimur, Krummi, Bó, Rúni Júll, Sölvi, Tiny, Mugison, Gummi Steingríms, Bjössi Jör, Nylon....og þó.....

Bókalistinn er ansi vænn núna. Er að lesa Niðurfall eftir Hauk Ingvarsson, en tími eiginlega ekki að klára hana, fínasta bók. Ég er loksins búinn að fá þriðja og síðasta bindið í Baroque Cycle eftir Neal Stephenson - 135 síður búnar, 750 síður eftir. Rúsínan í bókaskápnum er svo Bob Dylan Chronicles Vol. 1. Hún fær veglegan eðallestur með fjöldamörgum tóndæmum. Hitti reyndar mann um helgina sem er fan. Hann á 40 diska með goðinu. Ég á örugglega ekki fleiri en 20. Hann átti þó ekki bókina. Hehe.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home