miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Þessir Rómverjar eru klikk

Jæja, það fór eins maður óttaðist. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að svona mundi fara. Við upphaf kosningavökunnar í gær voru þó ýmis teikn á lofti um að góð kjörsókn gæti dugað Kerry, jákvæðar útgönguspár bæði í Ohio og Florida. En hvað getur maður sagt? Ætli lögfræðingaher Demókrata fari í einhvern eltingaleik við atkvæði um hvippinn og hvappinn? Þegar þetta er skrifað virðist Bush vera að taka þetta býsna sannfærandi, hann er að fá fleiri atkvæði en Reagan fékk á sínum tíma þegar hann var endurkjörinn. Þessir Ameríkanar eru klikk.

Skrýtið samt að lesa greinar á borð við þessa . Í fyrsta lagi er skrýtið að það þurfi alþjóðlegt kosningaeftirlit í þessari sjálskipuðu vöggu lýðræðisins, í annan stað eru komment eins og að kosningaeftirlit í Serbíu sé auðveldara en í Flórída:

"The observers said they had less access to polls than in Kazakhstan, that the electronic voting had fewer fail-safes than in Venezuela, that the ballots were not so simple as in the Republic of Georgia and that no other country had such a complex national election system.

"To be honest, monitoring elections in Serbia a few months ago was much simpler," said Konrad Olszewski, an election observer stationed in Miami by the Organization for Security and Cooperation in Europe."

Í lokin vil ég minnast aðeins á kosningasjónvarpið. Mér finnst leiðinlegt þegar mennirnir í ameríska sjónvarpinu eru orðnir svona rosalega varkárir í spám um úrslit í einstökum fylkjum. Maður var kominn upp í kok á þessum endalausu frösum um að fara nú að öllu með gát og þeir tilkynntu aldrei neitt nema setja 10-15 fyrirvara um að þetta væru nú ekki endanlegar tölur og svo framvegis. Fúlt.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home